Verslunin Snældan Urðarprent ehf Húsavík

Nafn:

Verslunin Snældan. Urðarprent ehf

Farsími:

8957305

Heimilisfang:

Urðargerði 3

Staðsetning:

Húsavík

Um:

Hannyrðarverslun. ERUM LÍKA Á FACEBOOK og snappið er urdarprent3

Tenglar

11.03.2018 19:07

Nýja Snældan

Góða kvöldið gott fólk :)   Er að breyta gömlu vefsíðunni sem áprentunin hafði og aðlaga hana að versluninni Snældunni.  Kemur allt saman og munu myndaalbúm birtast von bráðar.

Smá skoðunarkönnun í gangi og væri gaman ef þið mynduð taka þátt.

Eins og einhverjir og jafnvel margir vita þá breyttum við um stefnu í des 2017 og seldum allan búnað áprentunar til Fatahreinsun Húsavíkur og keyptum og settum upp í litla cosy húsinu hér við hlið heimilis okkar að Urðargerði 3, verslunina Snælduna.    Erum enn að átta okkur á miklum breytingum ásamt því að kynnast alveg bing af nýjum viðskiptavinum sem er bara gaman :) 

Vonumst til að Snældan geti verið hér á Húsavík áfram um ókomna tíð.

Opnunartími er:   Alla virka daga frá kl. 12.30  - 19

og á laugardögum frá kl. 11-13.

24.10.2017 14:43

Til styrktar MIÐJUNNAR

vinnum við saman.  Nú styrkjum við.  Nú gleðjum við.

Launin eru:  Gleði í hjarta sem eru góð laun.

Nú langar okkur í Urðarprent að gera eitthvað sniðugt og datt mér undirritaðri, eiganda Urðarprents að fara þá leið að prenta út myndir sem ég tók hér á fallegum stað á Húsavík, loftmyndir.  Prenta þær út á hágæða ljósmyndapappír og setja á foam plötur.   Myndirnar eru í 30 x 20 stærð ca .  Og halda einhversskonar uppboð/tilboð á þeim og allur ágóði myndi renna til Miðjunnar.

Ég leitaði til Lilju Hrundar Másdóttur Verkefnastjóra Miðjunnar og bað hana að segja mér frá Miðjunni og starfseminni þar.

Gefum Lilju "pennan"

 

Miðjan.

 

"Miðjan er hæfing, dagþjónusta og geðræktarmiðstöð sem hefur það að markmiði að draga úr áhrifum fötlunar og stuðla að því að auka færni fólks til þátttöku í daglegu lífi. Í Miðjunni eru u.þ.b. 30 notendur á aldrinum 10-70 ára en á sumrin eru einnig yngri krakkar sem koma inn í sumarstarfið. Í Miðjunni eru 4 stöðugildi sem 6 starfsmenn skipta á milli sín og Sigríður Hauksdóttir er svo forstöðumaður.

 

Miðjan tók til starfa 17.október 2008 en formleg opnun var 3.desember á alþjóðlegum degi fatlaðra. Miðjan er vinnustaður sem veitir verkþjálfun, afþreyingu og hæfingu. Unnin eru skapandi verkefni sem eru leið til að efla færni og virkni einstaklingsins, t.d. lita, mála, smíða, púsla, spila á hljóðfæri og syngja, sauma, prjóna, elda, baka og lengi mætti telja.

Árlega eru haldnir allskonar viðburðir, t.d. jólamarkaður, sumargleði, litlu jól, þorrablót, Húsavíkurfestival og einnig eru haldin ýmis námskeið í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga.

Mikið er lagt upp úr List án landamæra sem haldin er árlega. Sett hafa verið upp leikrit, listasýningar, kvikmyndasýning, tónlistarhátíð og margt margt fleira.

Nýjasta og stærsta verkefnið okkar eru pokastöðvarnar sem settar voru upp í Nettó og Krambúðinni í byrjun október. Pokastöðin er samfélagsverkefni sem snýst um að búa til hringrás taupoka í samfélaginu, ef þú gleymir þínum fjölnota poka heima þá getur þú fengið taupoka að láni úr pokastöðinni og skilað í næstu ferð. Geðræktarstarfið hefur að miklu leyti séð um framleiðslu og viðhald á pokunum".    Lilja Hrund Másdóttir Verkefnastjóri Miðjunnar

Já eins og sjá má er þarna mikið og gott starf unnið og vonandi verða einstaklingar og fyrirtæki dugleg að BJÓÐA Í  myndirnar tvær ( fara tvær saman ) þannig að sem mestur peningur komi til Miðjunnar.   Senda skal tilboð á urdarprent@simnet.is    

Sá aðili eða fyrirtæki sem verður með hæsta tilboðið í myndirnar verður auglýstur hér á vefsíðu Urðarprents og mun fá allar upplýsingar um hvar leggja skal inn fjárhæðina til Miðjunnar.

Síðan kemur viðkomandi og sækir sínar myndir til Urðarprents og með von okkar mun njóta.

 

22.10.2017 13:46

Vefsíðan endurnýjuð

Góðan daginn gott fólk :)    Jæja þá er Urðarprent komin aftur með vefsíðuna í loftið.  Langt síðan síðast.   Miklar breytingar eru framundandan og mun ég skrifa um það síðar.

Mikil breyting síðan síðast, hún er sú að Urðarprent er komið með hús hér í Urðargerði 3.   Lítið og cosy timburhús sem við erum ennþá að gera klárt fyrir reksturinn.   Enda breytingar framundan og þarf að taka mið af þeim breytingum.

Við erum öflug á snappinu og hvetjum ykkur til að fylgjast með :)  urdarprent314.11.2016 19:41

Gjafahugmynd?

Nú er sá tími kominn að fólk er farið að velta fyrir sér jólagjöfum sem það vill gefa sínum nánustu. Stundum er það erfitt  þar sem að flestir eiga nánast allt.  Sérstaklega foreldrar okkar og ömmur og afar.  Við í Urðarprent skellum hér upp nokkrum hugmyndum sem eiga við allan aldur.

Ef að eitthvað hér er við ykkar hæfi.  Þá er annað hvort að heimsækja okkur í verslun, Urðarprent ehf Urðargerði 3  eða senda okkur tölvupóst, urdarprent@simnet.is    Við afgreiðum pantanir hratt og örugglega.  Við leggjum upp með góða þjónustu og tökum vel á móti öllum viðskiptavinum.  Alltaf heitt á könnunni í verslun :)  Ef ykkur vantar verð í vörur, þá endilega ritið á okkur póst.  Erum á facebook. Verið velkomin í hópinn þar :)  Og endilega skoðið myndaalbúm hér á þessari síðu. Þar má sjá eitthvað af því sem við höfum gert.

Hér koma örfáar myndir.  Vonumst til að þið getið nýtt ykkur þetta og fengið hugmyndir annað hvort með að versla hjá okkur eða þar sem varan fæst.

En munið að fyrst og fremst gleðjum við ástvini okkar með nærveru og væntumþykju og fallegum orðum og að vera til staðar.  Gleðina verðum við að finna fyrst í hjarta okkar til að geta glatt aðra :)


Baðsloppar, handklæði og þvottarstykki. 

Frábæru sápurnar frá Dr. Bronner.

Og yndisleg kerti frá Töfraljósum og Hraunkertin frá Railis. Handunnin kerti úr soyjavaxi.


Albúm með fjölskyldumyndum er falleg gjöf.Merktur fatnaður er alltaf vinsæll.  Bolir, hettupeysur, svuntur, sundpokar og fleira. 

Við erum með boli í öllum litum, lokaðar hettupeysur, renndar hettupeysur, bæði á börn og fullorðna.


Púðarnir hafa alltaf selst gríðarvel.  Ýmist með texta eða ljósmynd.  Þitt er valið og við vinnum verkið.

http://annasoffia.123.is/photoalbums/256048/      Hér má sjá örlítið brot.

Eins bjóðum við uppá:   Prentun ljósmynda.  Strigaprentun.  Veggmerkingar.  Sandblásturfilmur.  Bílamerkingar og fleira og fleira.

Það er svo ótalmargt sem ég gæti látið flæða hér inná síðuna en þá myndu örugglega margir hættta að nenna að lesa :)  en um að gera að skoða myndaalbúmin, skoða facebook síðu Urðarprents og að heimsækja okkur stöllur í Urðarprent.  Við tökum vel á móti ÞÉR :) 

Eigið gleðilegan tíma framundan og munið að fyrst og fremst finnum við gleðina í hjartanu.  Já, ég segi það bara aftur :)  31.03.2016 11:23

Á krossgötum

Kæru viðskiptavinir!

Nú er Urðarprent ehf að detta brátt í 3ja ára aldurinn.  Margt búið að gerast á þeim stutta tíma og fyrirtækið tekið miklum breytingum frá því að vera Bolabíllinn.


En nú erum við sem vinnum í Urðarprent á krossgötum.

Eigum við að halda áfram?  Láta staðar numið?  Færa út kvíarnar?

 

Eins og staðan er núna þá þarf Urðarprent fleiri viðskiptarvini og ekki bara þá sem búa um allt land.  Okkur langar að ná til ykkar Húsvíkinga og nærsveitarfólks.

Okkur langar til að þjónusta fleiri einstaklinga og  fyrirtæki hér á staðnum.

 

Við höfum lagt mikið uppúr lipri og góðri þjónustu og munum halda því áfram.

Við erum ennþá að læra og eins og aðrir sem reka fyrirtæki eru alltaf að læra eitthvað nýtt.

 

Okkur langar að þegar við erum beðin um tilboð í t.d merkingar á fatnað og fleira að láta okkur vita ef lægra tilboð er í boði annarsstaðar, því að þá myndum við svo sannarlega reikna dæmið uppá nýtt.  Já, við erum ennþá að læra og stundum er erfitt að keppa við stóru merkingarfyrirtækin en við reynum eftir fremsta megni og hefur okkur gengið það nokkuð vel þessi tæpu 3 ár.  En þó ekki alltaf.

 

Vilja Húsvíkingar og nærsveitarmenn hafa Urðarprent ehf enn starfandi?

 

Við höfum allavega heyrt að það sé gott að hafa svona fyrirtæki á staðnum og erum við ánægðar með að heyra það.

 

Nú ætlum við stöllur að varpa boltanum til viðskiptavina okkar!

Hvað mynduð þið vilja sjá nýtt í fyrirtækinu?

Allar ábendingar eru vel þegnar og þið megið gjarnan senda okkur línu á urdarprent@simnet.is        Allar ábendingar verða skoðaðar.

 

Það sem er í boði í Urðarprent ehf og verður áfram er þetta:

 

. Fatnaður og áprentun

.Púðarnir vinsælu með áprentun, texti/ljósmynd

.Sandblástursfilmur í glugga

.Veggmerkingar

.Bíla, kerru og bátamerkingar

.Strigaprentun.

. Almenn prentþjónusta eins og:

 1. Skönnun og lagfæringar á gömlum myndum.

 2. Prentun ljósmynda

 3. Nafnspjöld

 4. Plaköt

 5. Boðskort

   

   

  Verið ávalt velkomin í Urðarprent ehf sem við vonumst til að megi halda áfram að dafna og stækka :)

25.01.2016 15:42

Hugmyndir af veggmerkingum og verð

Vorum að setja inn nýtt albúm sem heitir Veggmerkingar og er þar smá sýnishorn af því sem hægt er að gera í veggmerkingum.  Hugmyndir eru óþrjótandi og um að gera að bera ykkar hugmyndir undir okkur og við vinnum verkið.

Ef það er eitthvað þarna í albúmi sem þig langar í þá er bara að smella inn pöntun á netfangið hjá Urðarprent ( sjá hér til hliðar )   Ef að þú ert með mynd og eða texta þá senda það á sama netfang.

Verð á veggmerkingum fer eftir stærð og set ég hér nokkur dæmi um verð.

25 x 25 verð kr. 3200

35 x 35 verð kr. 3900

70 x 40 verð kr. 6500

100 x 50 verð kr. 7900

1 x 15 verð kr. 6900  ( á t.d við um texta, ein lína )

50 x 50 verð kr. 5800

Hér eru bara nokkrar tölur úr verðlista... þú lætur vita hvaða stærð þú þarf og vilt.23.12.2015 20:12

Jólakveðja

Kæru viðskiptavinir nær og fjær.  Við óskum ykkur gleðilegra jóla með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er senn á enda.

Hlökkum til nýs árs með skemmtilegum verkefnum.  

Ákváðum eftir mikla vinnutörn að taka gott frí yfir jólin og opnum við aftur fyrir pantanir sunnudaginn 3ja janúar og verslun opnar mánudaginn 4ja janúar.

Jólakveðjur frá okkur með von um að þið eigið góða hátíð með vinum og vandamönnum.

Anna Soffía og María.

01.07.2015 13:13

BREYTTUR opnunartími

Höfum breytt opnunartíma verslunar.

Opið alla virka daga frá kl. 13 -17.  LOKAÐ um helgar.

Tekið við símtölum á opnunartíma verslunar.  En hægt er að senda pantanir á netfangið urdarprent@simnet.is   allan sólarhringinn og er pósum svarað eins fljótt og unnt er.

Erum á facebook undir nafninu Urðarprent ehf.

26.12.2014 20:16

Opnuntartími...

Fyrst af öllu viljum við óska viðskiptavinum okkar og öllum öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er senn að ljúka.

Nú erum við í Urðarprent að breyta opnunartíma verslunar og hefs sú breyting þann 3ja janúar 2015.

Opnunartími til þess tíma er eins og hefur verið. 

Opið laugardaginn 27.des frá kl. 11 - 16.   Sunnudaginn 28.des frá kl. 11 - 16. 

29. des og 30. des opið frá kl. 11 - 20.

LOKAÐ á gamlársdag, nýjársdag og 2.janúar.

Opnum á nýju ári laugardaginn 3ja janúar.  Og með breyttum opnunartíma.

OPIÐ alla virka daga frá kl. 11 - 19, laugardaga frá kl. 11 - 14.  LOKAÐ á sunnudögum.

Við hlökkum til nýs árs og gaman er að sjá hversu Urðarprent hefur stækkað vel og dafnað það eina og hálfa ár sem það hefur verið í okkar eign.  Við ætlum ótrauðar að halda áfram að leyfa því að dafna enn betur og hlökkum til að fást við hin ýmsu verkefni, stór og smá og að hitta aftur þá viðskiptavini fjölmörgu og að kynnast jafnvel og vonandi nýjum viðskiptavinum.

Bestu jólakveðjur.   Anna Soffía og María.


26.09.2014 18:07

Myndir á striga

Myndir prentaðir á striga er falleg gjöf.  Í Urðarprent er notaður Canon strigi og Canon A3 + prentari.  Hægt er að fá myndir ýmist á blindramma eða á foamplötu og lakkað er yfir með glæru parketlakki til að verja myndina algerlega. 

Stærðir á blindrömmum eru núna hjá okkur fyrir myndir í A4 og A3, sem eru stærðirnar 20 x 30 annarssvegar og 30 x 40 hinsvegar. Og ef fólk vill minni myndir þá er það ekkert mál.  

HÆGT er að fá stærri myndir en 30 x 40 en þá þarf  myndin að vera í  mjög góðum gæðum og hægt að prenta og setja myndina á foamplötu. 

Stundum eru myndir þannig að mér persónulega finnast þær ekki passa á blindramma, því að á þeim römmum þurfa 5 cm að "blæða" yfir rammann til að hægt sé að strekkja og hefta aftan við. Í þeim tilfellum er hægt að nota foamplötu.

Hér eru myndir settar á blindramma og finnst mér t.d gamla húsið alveg á mörkunum að fara á blindramma.


Hér eru myndir settar á foamplötu.   Viðskiptavinurinn vildi hafa myndina lengri og lægri og þá var það foamplata fyrir valinu. 

Þessi mynd er stærri en A3 og fór því á foamplötu sem mér persónulega finnst mjög smekklegt... léttar myndir og þægilegar.


Við í Urðarprent gerum tilboð til þeirra sem panta 5 myndir eða fleiri.  Hægt er að senda fyrirspurn á mailið urdarprent@simnet.is  í sambandi við verð og ef þið viljið panta mynd/ir eða fá frekari upplýsingar.  

15.09.2014 11:31

Verðlækkun!!

Verðlækkun á þessum vörum sem sjást á mynd. 

Við sendum FRÍTT um allt land.  Endilega að fylgjast með okkur á Facebook, alltaf eitthvað nýtt.  Erum á fullu í sölu á fatnaði og áprentun.  Myndvinnsla að stóraukast... Vegg, glugga og bílamerkingar, prentun á striga  og fleira og fleira....Hægt að hafa samband á urdarprent@simnet.is  og skella inn pöntun eða hringja í síma: 8957305.  Leggjum mikla áherslu á lipra og góða þjónustu. Svo eru það púðarnir vinsælu

16.08.2014 10:13

Áprent og prent.

Við í Urðarprent ehf höfum verið með smá anga af prentþjónustu í þetta rúma ár sem við höfum verið starfandi og aukist alltaf jafnt og þétt.  Prentþjónustan hefur verið svona til hliðar við önnur verkefni sem hafa verið og er áprentun og sala á fatnaði. En prentþjónusta er að aukast til muna.

 

VERKEFNI sem hafa verið á prentþjónustu.

 

Skönnum myndir.

Skönnum passamyndir og aðrar myndir og stækkum.

Prentum út myndir sem sendar eru eða komið er með á diski, usb lykli eða öðru.

Prentum út myndir sem sendar eru á mailið okkar.

Lögum myndir ef þarf.

Gerum boðskort.  Ýmist sem búið er að hanna, eða að við hönnum kortin í samráði við viðskiptavin.

Setjum myndir á foamplötur.

 

 

Nú er Urðarprent ehf að færa út kvíarnar og auka við starfsemi sína.

Kominn er enn nýr prentarinn sem verður notaður í að prenta út stærri myndirnar .

Myndir prentaðar á striga og getum við strekkt á blindramma, sett á foam plötu eða í myndaramma, bara hvað hentar hverjum og einum.  Við verðum með myndaramma til sölu í versluninni.

Notaður er Canon pixma IX 6850. Prentað út í mjög góðum gæðum.  Striginn sem keyptur var og verður keyptur eftirleiðis er sérstaklega fyrir Canon prentara.

S.s  Við bjóðum uppá mjög góðan striga.

Hægt verður núna að bjóða fólki uppá að prenta út plaköt og fer verð eftir magni. 

 

Við vorum eins að fá sandblástursfilmur og bjóðum því  viðskiptavinum okkar uppá þá þjónustu að skera út það munstur eða mynd sem hver og einn vill.  Við setjum filmuna á transferfilmu þannig að það er létt fyrir viðkomandi að setja í gluggan, hurðina eða þar sem á að setja upp filmuna.

Þessar filmur eru góðar þar sem þarf að byrgja fyrir glugga eða hurð og sniðugt líka að setja í glugga t.d heimiisfang og nöfn þeirra sem þar búa.  Fullt af hugmyndum sem hægt er að nýta sér.

 

Þannig að Urðarprent leggur aðaláherslu á:

 

Sölu á fatnaði og áprentun á fatnað.

Prentþjónustu ýmisskonar.

Bíla og veggmerkingar.

Gæludýrahorn er í verslun okkar. 

 

Við stöllur hér leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og góða þjónustu og sem betur hafa viðskiptavinir okkar verið ánægðir.  Höfum að vísu lent 3svar í því á þessu rúma ári að merkingar hafa losnað af fatnaði en sem betur þá er innifalið í verði lagfæringar á merkingum.  Svona hlutum er alltaf hægt að bjarga.

Það er gaman að segja frá því að við erum að þjónusta viðskiptavini um allt land.  Pantanir berast á mailið okkar eða í síma, bæði fatapantanir, bílamerkingar, veggmerkingar og prentþjónusta.

Urðarprent hefur verið vel samkeppnishæft fyrirtæki sem hefur sannað sig í öllum þeim fjölda tilboða sem við höfum náð lægsta verði.

Það má ekki gleymast að við nefnilega gerum tilboð þegar um er að ræða stórar fatapananir og áprentanir.

Dæmi um verð  hér eru sett upp með fyrirvara á breytingum, hvort sem það er hækkun á vörum eða lækkun.  Hér birtast bara nokkur dæmi um verð til að fólk geti miðað sig við eitthvað.

PRENTAÐAR MYNDIR.

Stærð:  10*15

1 -49 myndir kr. 140

50 - 99 myndir kr. 90 kr.

100 - 199 myndir kr. 60 kr.

200 +    myndir   kr. 40 kr.

A4     Verð per mynd kr. 1900

A3    Verð per mynd kr. 3300

BOÐSKORT.

10-30 185kr stk.
31-60 stk. kr. 175 stk.
61- eða fl. stk. kr. 160 stk.

STRIGAMYNDIR.

A4 20*30 kr. 6400.

A3 30*40 kr. 7800

SANDBLÁSTURSFILMUR.

 

160*60  kr.  14200

40*60   kr. 6900

40 *30 kr  5000

Verið velkomin í Urðarprent ehf. Við tökum vel á móti ykkur og annað:  Við sendum FRÍTT um allt land.       ( Nýjar myndir í albúmin koma von bráðar )
15.05.2014 08:45

Vörur frá Dýrakoti

Gæludýradeildin í Urðarprent var að fá frábærar vörur frá Dýrakoti.  100% hrein afurð.  Lambahorn, lambalifur og svínastrimlar.  Gott að nota sem nammi fyrir hunda og ketti og eins sem verðlaun.  Okkar hundur t.d gerir allt fyrir smá brot af namminu :)  Það er nefnilega þannig að eitt lítið brot gerir sama gagn og stór plata.  Það þarf ekki mikið og á því pakkningin að endast vel.   Þurrt og flott, klínist ekki útum allt og því gott að vera með í vasanum ef verið er að þjálfa hundinn eða til að nota sem nammi.

Lambahornin eru mögnuð.  Hægt er ýmist að gefa þeim þetta til að naga og éta eða fylla það t.d með kæfu, urri eða því sem er í uppáhaldi hjá dýrinu, frysta og leyfa síðan hundinum að fá það verkefni að éta innan úr horninu. 

Dýrakot er alíslensk framleiðsla.  Styðjum íslenska framleiðslu.

Verið velkomin.

Opið virka daga frá kl. 11 - 20

Um helgar frá kl. 11 - 16

Alltaf nýmalað kaffi og hundar og önnur dýr velkomin í verslun okkar.


09.04.2014 06:45

Fiskasending, kanínur og gæludýravörur

Fiskasending komin í hús.  Eins komnir hér yndislegir kanínuungar sem bíða eftir nýjum eigendum.

Fiskar eru þessir og verð á þeim:

Rummynose Tetra
Verð kr. 850
Blue Acara
Verð kr. 1990
Siamese Algae Eater (SAE)
Verð kr. 1420
Angelfish - Blushing ...
Verð kr. 1350

Meira af gæludýravörum koma í hús í dag. T.d. Fiskabúr, dæla, hitari, hundaólar, hundataumar, svínseyru, ýmsar snyrtivörur fyrir hunda svo fátt sé nefnt.   Hér í Urðarprent/verslun er að verða myndarlegt safn af gæludýravörum. 

Við tökum notuð gæludýrabúr í endursölu ef þau líta vel út og eru óskemmd.  Þá er bara að hafa samband t.d á urdarprent@simnet.is  eða kíkka í verslun okkar.

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er áprentun hér á fullu ásamt myndvinnslu, vegg og bílamerkingar og eitthvað af gjafavörum.  Seljum eins fatnaðinn frá Russel og Jobman.

Um að gera að fylgjast líka með okkur á Facebook:  https://www.facebook.com/www.urdarprent.net

Verið velkomin í verslun okkar að Urðargerði 3.. Urðarprent/verslun.  Hingað mega hundar koma inn og fá örugglega eitthvað gott í munn :)    Alltaf heitt á könnunni.

Urðarprent er lifandi, björt og vaxandi verslun sem vonandi fær að halda áfram að stækka og dafna og Víkinni okkar.        ( myndir væntanlegar í albúm og verð á vörum )


04.04.2014 12:48

Gæludýraverslun

Þá er Urðarprent/verslun að opna gæludýraverslun.  Komnar eru vörur fyrir fugla, fiska, nagdýr, hunda, ketti og á næstu dögum mun bætast vel í alla vöruflokka ásamt því að viðskiptavinir geta pantað hjá okkur það sem þeir vilja.   Við munum væntanlega vera með lifandi búrdýr með tímanum eins og hamstra, fugla, kanínur svo eitthvað sé nefnt.   Hér á Húsavík er engin Gæludýraverslun og fannst okkur upplagt að bæta því við það sem við erum nú þegar með.

Urðarprent er þá með:

Áprentun á fatnað.  Sölu á Russel  og Jobman fatnaði. Myndvinnsla.                                               Vegg og gluggamerkingar.  Bílamerkingar.  Eitthvað af gjafavöru.

Og síðan en ekki síst: Gæludýraverslun sem bæjarbúar og nærsveitarmenn taka vonandi vel í :)

Endilega kíkkið á myndaalbúmið: Gæludýravörur. 

Verið velkomin í bjarta og vaxandi verslun :)  Alltaf heitt á könnunni. Ferfætlingar velkomnir líka ;)Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 361364
Samtals gestir: 78305
Tölur uppfærðar: 19.7.2018 07:09:10